top of page
Home

RÓ Snyrtistofa

Snyrtistofan

Ró snyrtistofa veitir þér faglega og persónulega þjónustu sem og ráðgjöf. Eingöngu löglega lærðir snyrtifræðingar taka á móti þér.  

Nuddstofan

Við bjóðum upp á breitt úrval af nuddi sem hentar hverjum og einum viðskiptavinum. Við leggjum mikla áherslu á langtíma markmið og vellíðan. 

Um Okkur

Elva

Ég heiti Elva Hrund og ég útskrifaðist úr snyrtifræði árið 2016 frá Snyrtiakademíunni. Árið 2018 tók ég sveinspróf í snyrtifræði þar sem ég fékk viðurkenningu fyrir hæðstu einkunn og styrk til meistaranáms sem ég lauk árið 2024. Útlit og heilsa er eitthvað sem hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og finnst ég vera lánsöm að vinna við það sem ég hef áhuga á. Ég opnaði RÓ Iceland til að ná þeim markmiðum sem mig langar að ná í þessu fagi og að viðskiptavinir mínir geti leitað til mín fyrir faglega ráðgjöf og góðan árangur í meðferðum. 

  • Instagram
IMG-9776.JPG
IMG-9774.JPG

Ákos

Ég heiti Ákos og ég útskrifaðist frá Medical and Sports Massage Therapy í Ungverjalandi árið 2014 og síðan þá hef ég lagt mikla áherslu að hjálpa mínum viðskiptavinum að halda heilsu bæði andlega og líkamlega. Ég hef fengið það tækifæri að fá að vinna fyrir virtar og hágæða heilsulindir. Á þeim tíma hef ég fengið mikla kunnáttu á mannslíkamanum og hvernig hann virkar. Eftir að hafa flutt til Íslands 2018 og fengið þann heiður að vinna á Retreat í Bláa Lóninu sem er heimsþekkt heilsulind, hef ég kunnáttu í að veita faglega og góða þjónustu.

  • Instagram

Snædís

Ég heiti Snædís Twinkle og útskrifaðist af snyrtifræðibraut sem snyrtifræðingur ásamt stúdentsprófi úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2020. Ég lauk námssamningi  hjá Laugar Spa og tók í  framhaldi af því sveinsprófið árið 2022, árið 2024 lauk ég meistaranámi í Snyrtifræði.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á snyrtingu og er það mér mikill heiður að fá að vinna hér á RÓ.

snaedis.jpg
20230224_141831.jpg

Katrín

Katrín heiti ég og hef starfađ sem heilsunuddari síđan 2019.

Hlakka til ađ taka á móti þér hvort sem þú þarft nudd vegna vöđvabólgu og stífleika í líkamanum eđa á góđri slökun ađ halda.

ContactUs

HAFA SAMBAND

Bæjarlind 1-3, Kópavogur, Ísland
 

+354 793 1500

©2021 - Ró Beauty & Massage. All rights reserved.

bottom of page